Efniviður Prenta Rafpóstur

Hægt er að smíða hurðir úr mörgum viðartegundum.  Einungis er notað valið hráefni til að tryggja gæði framleiðslunnar.

Helstu viðartegundir eru:

  • Fura
  • Oragon-Pine
  • Mahogny
  • Tekk

Í karma má nota furu en GK gluggar ehf notar eingöngu harðvið í opnanleg fög sem og útihurðir.  

Í Skandinavíu er sífellt vinsælla að nota efnivið úr samlímdu efni, límtré. Þetta er sérframleitt glugga- og hurðaefni og í það er notuð fura og greni.  Í ferlinum við framleiðslu límtrésins er viðurinn skannaður og kortlagður sem síðan tekur út þá galla sem eru á timbrinu og úr því verður gallalaus efniviður þ.e. viður sem er ekki með kvistum né sprungum.

Límtréið má nota í bæði karma, opnanleg fög og hurðir. The Norwegian institute of Wood Technology

Fyrirtækið GK gluggar ehf er ávallt að leita leiða til að bæta gæði framleiðslunnar sem og að uppfylla kröfur viðskiptavina sinna og því er nú verið að gera samninga við framleiðenda sem uppfyllir kröfur og eru viðurkenndir af gæðaeftirlitinu "The Norwegian Institute of Wood Technology" en þessi gæðaframleiðsla mætir kröfum í Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi.

Enn sem komið er, er eingöngu notaður harðviður í opnanleg fög og hurðir.

 

 
< Fyrri   Næsti >

GK GLUGGAR
Norður-Nýjabæ
851 Hellu
Sími 566 6787
Fax 566 6765
Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það

Leit Veftré Heim Innskráning