Íhlutir í hurðir Prenta Rafpóstur

IPA er heitið á skráa og læsingakerfinu sem notað er í útihurðir frá GK gluggum ehf. Þetta kerfi er frá Danmörku en margir framleiða í þetta kerfi s.s. IPA framleiðandinn, ASSA og FIX.   

Skrár og lokunarbúnaður í aðalhurðir:

"Standard" lokunarbúnaður aðalhurðar frá GK gluggum ehf eru þriggja punkta en einnig er fáanlegar eins punkta og upp í fjögurra punkta fyrir þá sem það velja. Skrár eru frá ASSA.  

Tvöföld hurð með tvöfaldri svalalæsingu. Húnn á hvorri hurð.Skrár og lokunarbúnaður í svalahurðir:  

Í svalahurðir eru notaðar þriggja punkta lokunarbúnaður. Í tvöfaldar svalahurðir er hægt að velja um annars vegar tvöfalda svalalæsingu og hinsvegar rílar á aðra hurðina og þá er sett hefðbundin svalalæsing á hina hurðina.

Hurðalöm frá ASSA í IPA kerfiðLamir í hurðir: 

Magn af lömum á hverja hurð fer eftir þyngd hennar. Yfirleitt eru notaðar þrjár lamir en ef hurð er mjög þung eru notaðar fleiri lamir. Lamirnar eru úr heitgalvaniseruðu stáli frá ASSA en yfirborðsmeðhöndlunin er skv. aðferð sem ASSA hefur einkaleyfi á.  Lamirnar eru mjög sterkar og alveg ryðfríar.

Þéttilistar:

Í opnanlegu fögin í gluggana frá GK gluggum ehf eru notaðir Qlon þéttilistar sem tryggir þétta og þægilega lokun.

Inn- eða útopnanlegar hurðir:

Á Íslandi þar sem veður geta oft orðið slæm með miklum loftþrýsting og því er ráðlegt að hafa hurðir útopnanlegar. Hinsvegar eru aðalhurðir undantekning því þær eru oftast innopnanlegar. Til að koma í veg fyrir leka þá er sett blikk á þröskuldinn og neðst á allar innopnanlegar GK hurðir.

 
< Fyrri   Næsti >

GK GLUGGAR
Norður-Nýjabæ
851 Hellu
Sími 566 6787
Fax 566 6765
Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það

Leit Veftré Heim Innskráning