Rakastig hráefnis Prenta Rafpóstur

Viður er náttúrulegt efni sem aðlagar sig ávallt að aðstæðum.  Þegar viður er valinn þá þarf rakastig hans að vera 12-14 % en það þarf einnig að halda rakastigi timbursins í framleiðslunni. Í vinnslusal verksmiðjunnar eru rakaskynjarar sem setja rakakerfi í gang ef raki fer niður fyrir leyfileg mörk. Þannig næst að halda réttu rakastigi á öllum framleiðslustigum.

Þegar hurðir og gluggar eru settir í hús, sérstaklega nýbyggingar, þá er vert að hafa í huga eiginleika þessa náttúrulega efnis, þ.e. það aðlagar sig að aðstæðum. Ef verið er að setja fög og hurðir í nýbyggingu þá þarf að leitast við að vera búið að vinna með efni sem eru rakagefandi s.s. ílagnir í gólf og fleira þar sem uppgufun er mikil.

 
< Fyrri   Næsti >

GK GLUGGAR
Norður-Nýjabæ
851 Hellu
Sími 566 6787
Fax 566 6765
Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það

Leit Veftré Heim Innskráning